ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, lýsir yfir stuðningi við launabaráttu stundakennara við háskólastofnanir landsins.
Þekking sjálfstætt starfandi fræðimanna, sem leggja háskólum lið með stundakennslu, er dýrmæt fyrir háskólasamfélagið í heild sinni því niðurstöður af nýjustu og framsæknustu rannsóknum verða ekki síst til á vettvangi þeirra.
Til að tryggja gæði og fagmennsku verður að launa alla háskólakennslu með góðum kjörum til handa þeim sem hana stunda.