- This event has passed.
Krullað og klippt. Útgáfuhóf
13. December 2018 kl. 17:00 - 19:00
Útgáfu bókarinnar Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur verður fagnað í húsnæði Bókmenntafélagsins við Hagatorg (Hótel Saga – norðurinngangur)
Léttar veitingar og bókin á tilboðsverði. Verið velkomin.
——
Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna á 20. öld, þróun handverks í háriðnum og ólík kjör karla og kvennastéttar. Saga háriðna er einnig saga um nútímavæðingu þjóðar, um þróun borgarsamfélags og eflingu hreinlætis- og tískuvitundar en þar voru frumkvöðlar í háriðnum í fararbroddi. Bókin er merkt framlag til iðnsögu Íslands en jafnframt einstakt tillegg til rannsókna á sviði kvenna- og kynjasögu á Íslandi.
Bókin er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.