Kampakátir Akademónar þau Bára Baldursdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Þorgerður Þorvaldsdóttir með bækurnar sem tilnefndar eru til verðlauna.
Bók Báru og Þorgerðar, Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki Fræðibóka og rita almenns eðlis.
Bók Hjörleifs, Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna
í flokki barna- og ungmennabóka.
ReykjavíkurAkademían óskar herbergisfélögunum
þremur innilega til hamingju með tilnefningarnar.