Bókasafn Dagsbrúnar er sérsafn, vísinda- og rannsóknasafn um íslenska verkalýðshreyfingu og atvinnulíf í eigu Eflingar ̶ stéttarfélags og frá árinu 2003 í umsjón ReykjavíkurAkademíunnar. Safnið er hið eina sinna tegundar á Íslandi og gegnir meðal annars hlutverki þekkingarmiðstöðvar með áherslu á atvinnulífsrannsóknir og sögu og þróun verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi.
Nýlega kom út Stefna Bókasafns Dagsbrúnar 2021-2023 þar sem tíundað er hlutverk safnsins og stefna næstu þrjú árin auk þess sem kynnt er aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára. Stefnan er byggð á skýrslu bráðabirgðastjórnar Bókasafns Dagsbrúnar sem var skipuð haustið 2020 með það afmarkað hlutverk að ná utan um starfsemi safnsins, vinna nýja stefnu og útbúa aðgerðaáætlun til þiggja ára.
Bráðabirgðastjórnin lauk störfum 19. mars sl. en í henni sátu f.h. Eflingar, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skjalastjóri, og f.h. ReykjavíkurAkademíuna, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir framkvæmdastjóri.