Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fimmta starfsár hjá RA. Í árskýrslunni er að ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2013.
ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar en það er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa búið sér til nánast einstakt ból fyrir sjálfstæðar rannsóknir í menningar- , hug- og félagsvísindum á Íslandi.
Árið 2013, sem var sextánda starfsárið var einkar farsælt í starfi ReykjavíkurAkademíunnar enda var byggt á rekstrarlegri endurskipulagningu síðustu ára og faglegri stefnumótun RannsóknarSmiðja RA tók sín fyrstu skref þar sem reynt var að beina sjónum sérstaklega að fræðimönnum innanhúss. Málþing voru haldin undir nafni H-21, Hugmyndir 21. aldarinnar auk aðkomu að ýmsum öðrum viðburðum í samvinnu við ýmis félagasamtök. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna var töluverð og voru 5 fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.
Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 59 milljónir ár árinu 2013 en höfðu verið tæpar 63 milljónir árið 2012. Munurinn skýrist á mun færri rannsóknarstyrkjum en árið á undan. Að sama skapi minnkuðu rekstrargjöld ársins úr rúmum 62 milljónum á árinu 2012 í 57,5 milljónir. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum 10 milljónum í árslok 2013 en var 8,6 milljónir í árslok 2012. Hagnaður af rekstri RA ses. nam kr. 1,5 milljónum á árinu 2013 en var kr. 332.000 á árinu 2012. Hagur stofnunarinnar hefur því batnað sem því nemur. Greidd laun voru 21,3 milljónir árið 2013 en voru 27,4 milljónir í árslok 2012 og er hægt að rekja minni laungreiðslur beint til færri rannsóknarverkefna.
Þó svo að umfang rekstursins hafi nær tvöfaldast á milli áranna 2011 og 2012 má segja að komist hafi á gott jafnvægi á rekstur RA á árinu 2013.
Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér
Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins 30. apríl 2014
Stjórnina skipa:
Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur
Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur
Borgþór Kjærnested fararstjóri og leiðsögumaður
Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.
Stjórnina skipa:
Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður
Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur
Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi
Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur
Dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur
Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur