Árið 2006 héldu ReykjavíkurAkademían og Efling – Stéttarfélag ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og 50 ára afmælis Bókasafns Dagsbrúnar. Ráðstefnan bar heitið Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld. Framtíðarsýn á 21. öldinni og ári síðar var gefið út ráðstefnurit með sama heiti. Ritstjórar voru þau Sumarliði R. Ísleifsson og Þórunn Sigurðardóttir og Sigurður Bessason ritaði formála.
Eftirfarandi höfundar eiga efni í ritinu: Ingólfur Gíslason, Ólöf Garðarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Jón Rúnar Sveinsson, Viðar Hreinsson, Guðmundur Jónsson og Stefán Ólafsson.
Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld. Framtíðarsýn á 21. öld.