1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Ljáðu þeim eyra 20. nóv

Ljáðu þeim eyra 20. nóv

by | 1. Dec, 2008 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

20.11.2008

Önnur samræðustundin, fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 20, hefst með spjalli Viðars Hreinssonar bókmenntafræðings og síðan kynna tveir höfundar verk sín:

 

Auður Jónsdóttir með skáldsöguna Vetrarsól

Óttar Martin Norðfjörð með þriðja bindi ævisögu Hannesar H. Gissurarsonar, Gissurarson  

Samræðustjóri verður Auður Ingvarsdóttir sagnfræðingur í RA

Nú þurfum við að hugsa og spyrja.  Ekki taka við þegjandi og hljóðalaust og láta foringjana miklu hugsa um öll „afskaplega erfiðu málin“.  Tökum þátt og spyrjum erfiðra spurninga um hvað sé satt og hvað logið, um blekkingarnar og lífsgátuna.

Kaffihúsið Súfistinn á annarri hæð í Iðuhúsinu Lækjargötu 2 A í Reykjavík og ReykjavíkurAkademían hafa tekið upp samstarf um samræðuvettvang í hringiðu atburðanna, þar sem samræður og tónlist fléttast við bókaflóðið.

Á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum verður samræðusamkoma undir heitinu Ljáðu þeim eyra klukkan 20 í Súfistanum. Þar munu  tveir höfundar kynna bækur sínar og einn framsögumaður frá ReykjavíkurAkademíunni spjalla um þema sem tengist bókunum út frá sínum sjónarhóli. Tónlist verður í umsjá Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. Síðan verða almennar samræður og gestir hvattir til að leggja orð í belg.