Út er komin bókin, Hugskot – skamm, fram- og víðsýni eftir Friðbjörgu Ingimarsdóttur og Gunnar Hersvein, félaga í ReykjavíkurAkademíunni.
Höfundar Hugskots hafa áralanga reynslu af starfi sem tengist efni bókarinnar, meðal annars sem kennarar og ráðgjafar.
Hugskot er handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Umfjöllunarefninu er best lýst með hugtakinu, gagnrýninn borgari, sem felst í því að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla. Markmiðið er að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot, beita gagnrýnni hugsun ásamt því að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu.
Sirrý Margrét Lárusdóttir myndskreytti bókina.