Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur hefur verið tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir ritið Hæstiréttur í hundrað ár. Saga sem nýlega kom út hjá Bókmenntafélaginu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að um sé að ræða “verðugt afmælisrit sem grefur upp forvitnilegar og oft óvæntar hliðar á sögu æðsta dómstóls sjálfstæðs Íslands.”
Ásamt Arnþóri eru 9 fræðimenn tilnefndir til Viðurkenningar Hagþenkis sem verður veitt við hátíðlega athöfn um miðjan mars.
ReykjavíkurAkademían óskar Arnþóri innilega til hamingju með tilnefninguna.