Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Opinn fyrirlestur: Arnþór Gunnarsson, Hæstiréttur í hundrað ár. Saga

17. March 2022 kl. 12:00 - 13:00

Arnþór Gunnarsson, Saga hæstaréttar

Bein útsending verður neðar á þessari síðu!

Stofnun Hæstaréttar Íslands var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Saga Hæstaréttar er samofin sjálfstæðisbaráttunni og þróun stjórnmála innanlands. Oft hefur gustað um réttinn og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi. Þetta er viðburðarík saga sem varpar ljósi á íslenskt samfélag.

Í fyrirlestrinum fjallar Arnþór um bókina Hæstiréttur í hundrað ár. Saga, sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 2021 í tilefni af aldarafmæli réttarins 16. febrúar 2020. Arnþór ræðir hvernig hann nálgaðist verkefnið og mótaði það, hvaða áskoranir það fól í sér og helstu niðurstöður. Einnig verður vikið að þeim viðtökum sem bókin hefur fengið.

Arnþór Gunnarsson (f. 1965) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur. Hann hefur ritað bækur og fjölda greina í blöð og tímarit. Helstu ritverk: Hæstiréttur í hundrað ár. Saga (2021), Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi (2018), Lífæðin/Lifeline, ásamt Pepe Brix (2016), Á afskekktum stað (2011), Guðni í Sunnu. Endurminningar og uppgjör (2006), Fiskisagan flýgur (2005), Saga Hafnar í Hornafirði I–II (1997 og 2000).

Allir velkomnir meðan húsúm leyfir.

Fyrirlestrinum verður streymt hér:

Meeting does not exist: 87640077489.

Details

Date:
17. March 2022
Time:
12:00 - 13:00