Gunnar Þorri Pétursson er handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna árið 2022 fyrir þýðingu sína á bókinni Tsjernobyl-bænin. Framtíðarannáll eftir Svetlana Aleksíevítsj. sem Angústúra gaf út. Bókin fjallar um spreningingarnar í kjarnaklúfi í Tsjernobyl í Úkraínu sem urðu 26. apríl 1986 og teljast vera stærsta kjarnorkuslys allra tíma. “Himinninn logaði og geislunin náði yfir stórt landsvæði. Slysið hafði hörmuleg áhrif á líf hundruði þúsunda manna til frambúðar. Ráðamenn reyndu að þagga slysið niður. Þetta er vitnisburður þeirra sem lifðu af.” segir um bókina á vef Angústúru enda byggir höfundurinn frásögnina á hundruðum viðtala við fólk sem lifði slysið af. Tsjernobyl-þættirnir vinsælu eru að hluta til byggðir á þessari bók
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Svetlana Aleksíevítsj hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2015 og hafa bækur hennar verið þýddar á 53 tungumál.
Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini og hér má hlýða á þakkarávarp Gunnars Þorra.
Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum sem hafa verið veitt árlega frá 2005.
Verðlaunin eru verðskulduð og ReykjavíkurAkademían óskar Gunnari Þorra innilega til hamingju.
Myndir af FB-síðu Angústúru