1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Fyrsti Stórfundurinn af mörgum (sögubrot)

Fyrsti Stórfundurinn af mörgum (sögubrot)

by | 9. Jan, 1999 | Fréttir

Fyrsti Stórfundurinn var haldinn 9. maí 1999. Fundirnir voru haldnir fyrsta föstudag hvers mánaðar og voru lengi fastur liður í starfi ReykjavíkurAkademíunni. Í seinni tíð hefur fundunum fækkað en þó er til þeirra boðað þegar mikið liggur við og ræða þarf mikil málefni Akademíunnar.

Árni Daníel segir frá því í bókinni Fræðimenn í flæðarmáli (s. 24-25) að á fyrsta Stórfundinum var gerð tillaga að skipan starfshópa. Lagt var til að skipa kynningarnefnd til að koma upp heimasíðu, hóp um almenna starfsemi, til dæmis málstofur, leshópa, listsýningar og annað í þeim dúr. Húsnefnd skyldi huga að innra starfi meðal fræðimannanna og kanna grundvöllur reksturs sameiginlegs bókafsafns og námskeiðshópur átti að kanna möguleika á starfsemi sem veitti félögm atvinnu og stofnuninni tekjur. Rannsóknastyrkjahópur skyldi safna upplýsingum um styrkjamöguleika og hrinda af stað rannsóknarverkefnum og rekstrarhópur að leita leiða til að afla fjár til starfseminnar. Einnig skyldi skipa hóp um erlend samskipti og um útgáfumál.


Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um Stórfundi, hafðu samband við skrifstofuna. Netfangið er ra [hjá] akademia.is