Stofnfundur ReykjavíkurAkademíunnar var haldinn 7. maí 1997 á Kornhlöðuloftinu.Um 50 fræðimenn mættu á fundinn og stemningin var mikil og góð.
Fundurinn átti sér nokkurn aðdraganda og að honum stóðu þau Annadís Gréta Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur, Ágúst Þór Árnason (1954 – 2019) réttarheimspekingur sem upphaflega átti hugmyndina að stofnun ReykjavíkurAkademíunnar, Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögfræðingur, Ragnar Garðarson stjórnmálafræðingur og sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon, Sigríður Matthíasdóttir og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur.
Á stofnfundinum var valin stjórn sem hafði það hlutverk að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemina og að skilgreina hlutverk félagsins. Ágúst Þór Árnason var valinn formaður og auk hans sátu í stjórninni allir ofantaldir að undan skildum Jóni Karli
Myndin af Kornhlöðunni er tekin af Ingólfi Júlíussyni ljósmyndara. Hún birtist á bls. 15 í bók Árna Daníel Júlíussonar, Fræðimenn í flæðarmáli Ofangreindur texti byggir á bók Árna Daníels.
Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um stofnfundinn endilega hafðu samband við skrifstofun RA með tölvupósti á netfangið ra [hjá] akademia.is