1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Fyrsti stórfundurinn

Fyrsti stórfundurinn

by | 9. Jan, 1999 | Fréttir

Stórfundir voru lengi vel haldnir fyrsta föstudag hver mánaðar. Þá komu félagsmenn saman og ræddu málefni Akademíunnar eftir því sem þörf hefur verið á hverju sinni.

Fyrsti stórfundurinn var haldinn föstudaginn 9. janúar 1999. Á dagskrá var tillaga um skipun starfshópa til þess að fara með ákveðin verkefni. Á blaðsíðu 24-25 í bók sinni Fræðimenn í flæðarmáli lýsir Árna Daníel Júlíusson hópunum sem átti að stofna:

Kynningarnefnd átti að koma upp heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar, og einnig var leitað til félaga um að færa netföng sín til Landsímans til að mynda sameiginlegt vefsvæði. Annar hópur skyldi skipaður til að sjá um almenna starfsemi í húsinu, málstofur, leshóp, listsýningar og annað í þeim dúr. Húsnefnd skyldi huga að innra starfi meðal fræðimannanna tuttugu sem þá voru komnir í húsið og kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að koma á fót sameiginlegu bókasafni. Námskeiðshópur skyldi kanna möguleika á námskeiðshaldi á vegum RA og annarri starfsemi sem gæti veitt félögum atvinnu og stofnunni tekjur. Rannsóknastyrkjahópur skyldi safna upplýsingum um styrkjamöguleika sem félagar RA hefðu og hrinda af stað rannsóknarverkefnum í tengslum við slíka möguleika. Rekstarhópur skyldi leita leiða til að afla fjár til starfseminnar, og átti meðal annars að leita til Reykjavíkurborgar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um styrki.


Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um starfsemi vinnhópa innan Akademíunnar þá ertu vinsamlegast beðin(n) um að setja þig í samband við skrifstofu RA.