ReykjavíkurAkademían hefur frá upphafi treyst á velvilja og skilning þess fólks sem situr í mikilvægum embættum ríkis og borgar. Þegar haldið var upp á undirritun fyrsta þjónustusamnings ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar 27. október 2004 var ákveðið að útnefna heiðursfélaga í ReykjavíkurAkademíunni tvo einstaklinga sem stutt hafa ReykjavíkurAkademíuna eindregið í störfum sínum og lagt mikið af mörkum til uppbyggingar hennar með stuðningi sínum.
Heiðursfélagarnir eru þau Björn Bjarnason,menntamálaráðherra 1995-2002 og Ingibjörg Sólrún Gísladottir Borgarstjóri Reykjavíkur 1994-2003.
Heiðursfélagar í ReykjavíkurAkademíunni hafa öll réttindi venjulegra félagsmanna. Að auki njóta þeir þeirra fríðinda að geta tekið þátt í fundum og námskeiðum ReykjavíkurAkademíunnar sér að kostnaðarlausu. Heiðursfélagar skulu upplýstir reglulega um stöðu mála í RA og um starfsemi hennar.
Heimild: Afrit heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar 10. desember 1997.