1. Forsíða
  2.  » 
  3. Aðalfundur
  4.  » Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar: Breyttur fundartími

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar: Breyttur fundartími

by | 14. Jun, 2024 | Aðalfundur, Fréttir

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar

Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna

í Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2, 1.hæð

– nýr fundartími birtur von bráðar.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning embættismanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA)
  3. Reikningar félagsins
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins
  5. Skýrsla um starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar ses
  6. Reikningar ReykjavíkurAkademíunnar ses bornir upp
  7. Tillögur um lagabreytingar skulu liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum.
  8. Kjör formanns FRA*
  9. Kjör stjórnarmanna*
  10. Kosning í stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses.*
  11. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
  12. Ákvörðun félagsgjalda
  13. Önnur mál

* Framboð til stjórna ReykjavíkurAkademíunnar ses og FRA skulu berast skrifstofu á netfangið [email protected] með fjögurra daga fyrirvara eða eigi síðar en á miðnætti sunnudaginn 16. júní.

Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.

TILLAGA TIL BREYTINGA Á LÖGUM FÉLAGS REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR SEM SAMÞYKKT VORU Á AÐALFUNDI 2021 (breytingum merktar feitu letri)

Heiti og tilgangur
1. gr.
Félagið heitir Félag ReykjavíkurAkademíunnar. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

Lögin verði tillagan samþykkt

„Félagið heitir Félag ReykjavíkurAkademíunnar (FRA).. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.“

 

Aðalfundur
4. gr.
6) Kjör fjögurra stjórnarmanna.

Lögin verði tillagan samþykkt:

6) „Kjör tveggja stjórnarmanna“

 

Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar
5. gr.
Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar skipa fimm aðalmenn. Formaður er kosinn á aðalfundi en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkefnum eftir því sem við á hverju sinni, en ávallt skal hún velja úr sínum hópi ritara og gjaldkera er gegni störfum sínum til næsta aðalfundar.

Lögin verði tillagan samþykkt:

„Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar skipa þrír aðalmenn. Formaður er kosinn á aðalfundi en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkefnum eftir því sem við á hverju sinni, en ávallt skal hún velja ritara og gjaldkera er gegni störfum sínum til næsta aðalfundar. Leitast skal við að einn úr stjórn komi úr röðum félaga sem ekki hafa vinnuaðstöðu í ReykjavíkurAkademíunni.

 

6. gr.
Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar sér um fjárreiður félagsins, gerir fjárhagsáætlun í upphafi hvers starfsárs og gerir upp reikningsárið. Hún sér einnig til þess að haldið sé félagatal. Haldin er gjörðarbók stjórnarfunda og skulu viðstaddir stjórnarmenn staðfesta fundargerð með undirritun sinni.

Lögin verði tillagan samþykkt:

„Skrifstofa RA ses fer með umsjón á fjárreiðum félagsins, annast uppfærslu á félagatali og ýmis samskipti við félaga Félags ReykjavíkurAkademíunnar. Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar skal gera samning við framkvæmdastjóra RA ses þar sem þjónustan er skilgreind og kveðið á um umfang hennar og takmörk.“

 

Stefnumótun
8.gr.
Félag ReykjavíkurAkademíunnar skal vinna með stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses. að því að tryggja hag stofnunarinnar. Stjórn félagsins skal, í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn RA ses, hafa frumkvæði að skipulagningu fræðilegra viðburða og verkefna innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar
og í samstarfi við fræðafélög og aðrar stofnanir á sviði menningar og fræða. Félagið getur komið að kynningu stofnunarinnar, fjáröflun fyrir hana og til einstakra verkefna sem unnin eru á hennar vegum. Þá getur félagið staðið fyrir útgáfu fréttabréfs og annarri starfsemi sem má verða til að efla samstöðu félaga innan húss sem utan.

Lögin verði tillagan samþykkt:

Starfsemi Félag ReykjavíkurAkademíunnar skal vinna með stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses. að því að tryggja hag stofnunarinnar. Stjórn félagsins skal, í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn RA ses, hafa frumkvæði að skipulagningu fræðilegra viðburða og verkefna innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar og í samstarfi við fræðafélög og aðrar stofnanir á sviði menningar og fræða. Félagið skipuleggur og annast félagslega viðburði innan og utan ReykjavíkurAkademíunnar. Félagið getur komið að kynningu stofnunarinnar, fjáröflun fyrir hana og til einstakra verkefna sem unnin eru á hennar vegum. Þá getur félagið staðið fyrir útgáfu fréttabréfs og annarri starfsemi sem má verða til að efla samstöðu félaga innan húss sem utan.