1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Af þeim sem skiptu um skapnað

Af þeim sem skiptu um skapnað

by | 10. Dec, 2009 | Fréttir

kristjan_arnason.jpg
Málþing til heiðurs Kristjáni Árnasyni í tilefni af þýðingu hans á Ummyndunum Óvíds.

Sú þrifnaðarsýsla Kristjáns Árnasonar að þýða Ummyndanir Óvíds er stórviðburður í íslenskri bókmenntasögu því hverri þjóð er nauðsyn að eiga þýðingar á helstu verkum heimsbókmenntanna.

Afreki Kristjáns verður fagnað með léttu málþingi í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð. föstudaginn 11. desember kl. 16-18.

 

 

Erindi flytja:
Clarence E. Glad: Ummyndanir við upphaf kristni
Halldór Björn Runólfsson: Ummyndanir og myndlistin
Hjalti Snær Ægisson: Fari ekki skáldin með fleipur: Gægst í Ummyndanir Óvíds á íslensku

Kristján Árnason les upp úr þýðingu sinni og Ingunn Ásdísardóttir les upp brot úr sama kafla úr þýðingu Jóns Espólíns sýslumanns og sagnaritara, sem til er í eiginhandarriti hans.

Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar stýrir samkomunni af sinni alkunnu snilld.

Að erindum loknum verður boðið upp á léttar veitingar að hætti ReykjavíkurAkademíunnar.

Allir velkomnir