1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Afmælissjóður ReykjavíkurAkademíunnar

Afmælissjóður ReykjavíkurAkademíunnar

by | 25. Jul, 2024 | Fréttir

Hlutverk RA“Eitt sinn demón, ávallt demón” hefur verið mottó okkar í RA frá upphafi. Á þeim tímamótum sem 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar óneitanlega er var fargnað og þakkað þeim sem gengu á undan og ruddu brautina, en ekki síður var horft fram á veginn og brautin mörku. Hluti þess var að stofna Afmælissjóð ReykjavíkurAkademíunnar með það hlutverk að styðja við ýmis verkefni sem fræðafólk vinnur að innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar:

Tilgangur sjóðsins er að hlúa að rannsóknum og þekkingarmiðlun ReykjavíkurAkademíunnar og þannig tryggja að stofnunin eflist og dafni. Til greina koma verkefni á vegum ReykjavíkurAkademíunnar:

    • verkefni sem miða að því að styrkja stöðu og starfsumhverfi fræðafólks sem starfar sjálfstætt.
    • rannsóknir á stöðu og starfsumhverfi fræðafólks sem starfar sjálfstætt.
    • rannsóknir á sögu ReykjavíkurAkademíunnar.
    • málþing og ráðstefnur.
    • útgáfa fræðirita á íslensku sem gefin eru út í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna
    • veiting Blómaskeiðs, heiðursverðlauna ReykjavíkurAkademíunnar.

Verkefni sem styrkt eru úr sjóðnum þurfa að samræmast hlutverki stofnunarinnar og stefnu.

 

Hér fyrir neðan eru reglur Afmælissjóðs sem voru samþykktar í júlí 2024. Á sama fundi lagði stjórn Akademíunnar 500.000 krónur inn í sjóðinn. Áður hafði stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar ákveðið að veita sömu upphæð inn í sjóðinn.

 

Reglur Afmælissjóðs ReykjavíkurAkademíunnar

 

  1. grein – Nafn

Í tilefni af aldarfjórðungs afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022 var stofnaður Afmælissjóður ReykjavíkurAkademíunnar. Sjóðurinn hefur aðsetur og varnarþing í Reykjavík.

 

 

  1. grein – Hlutverk

Tilgangur sjóðsins er að hlúa að rannsóknum og þekkingarmiðlun ReykjavíkurAkademíunnar og þannig tryggja að stofnunin eflist og dafni. Til greina koma verkefni á vegum ReykjavíkurAkademíunnar:

  • verkefni sem miða að því að styrkja stöðu og starfsumhverfi fræðafólks sem starfar sjálfstætt.
  • rannsóknir á stöðu og starfsumhverfi fræðafólks sem starfar sjálfstætt.
  • rannsóknir á sögu ReykjavíkurAkademíunnar.
  • málþing og ráðstefnur.
  • útgáfa fræðirita á íslensku sem gefin eru út í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna
  • veiting Blómaskeiðs, heiðursverðlauna ReykjavíkurAkademíunnar.

Verkefni sem styrkt eru úr sjóðnum þurfa að samræmast hlutverki stofnunarinnar og stefnu.

 

  1. grein – Sjóðsstjórn

Stjórn sjóðsins skipa tveir félagar ReykjavíkurAkademíunnar tilnefndir  af stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses til tveggja ára og formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar ses sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins skal m.a. leitast við að efla sjóðinn með öflun styrkja og samstarfi við fjársterka aðila. Ávaxta skal fé sjóðsins sem tryggilegast og arðvænlegast. Stjórn sjóðsins skal halda fundargerðir og skal stjórn sjóðsins og stjórn ReykjavíkurAkademíunnar funda sameiginlega að lágmarki einu sinni á ári.

 

  1. grein – Fjárframlög

 

Stofnfé sjóðsins er 1.000.000 kr., framlag Félags ReykjavíkurAkademíunnar 500.000 kr. og framlag ReykjavíkurAkademíunnar ses. 500.000 kr. og skulu eignir sjóðsins aldrei vera lægri en stofnfé hans.

 

Framlög til sjóðsins eru styrkfé og óskað eftir stofnframlagi frá núverandi og fyrrverandi félögum Félags ReykjavíkurAkademíunnar í tengslum við  25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar árið 2022. Á vefsíðu stofnunarinnar er í þakklætisskyni Tabula Gratulatoria.

 

  1. grein – Úthlutanir

 

Umsækjendur hafi atvinnu af sjálfstæðum fræði- og ritstörfum og listum og hafa greitt árgjald í Félag ReykjavíkurAkademíunnar.

Sjóðsstjórn ákveður upphæð styrkja og sér um úthlutun þeirra í samráði við stjórn ReykjavíkurAkademíunnar.

 

Úthlutað er úr sjóðnum árlega í fyrsta sinn tuttugu og átta ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar, 7. maí  árið 2025.

Umsóknarfrestur er til 1. mars á hverju ári.

Sjóðsstjórn ákveður fjölda styrkja og upphæð þeirra í samræmi við greiðsluáætlun hennar fyrir sjóðinn.

Kostnaður vegna umsýslu sjóðsins greiðist af ReykjavíkurAkademíunni ses.

 

 

  1. grein – Varsla sjóðsins

Sjóðurinn er hýstur hjá ReykjavíkurAkademíunni ses og annast framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar ses fjárreiður hans og bókhald í umboði stjórnar sjóðsins. Reikningsár sjóðsins er hið sama og reikningsár ReykjavíkurAkademíunnar. Um endurskoðun og birtingu reikninga fer sem um aðra reikninga félagsins.

 

  1. grein – Endurskoðun reglna

Reglur þessar skulu endurskoðaðar að þremur árum liðnum, eða fyrr ef þurfa þykir. Samþykki allrar stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar þarf fyrir breytingum á stofnskrá þessari.

 

 

Samþykkt af stjórn  ReykjavíkurAkademíunnar ses  11 júlí 2024