Haldið var öndvegiskaffi í morgun(15. sep) þar sem Kjartan Bollason umhverfisfræðingur ræddi um sjálfbærar byggingar.
Jafnframt mættu sultudemónar með sulturnar sínar til stæra sig af þeim, öðrum demónum til ánægju.
Aðrir demónar hafa verið virkir í fjölmiðlum, fyrirverandi demón Sverrir Norland kynnir ljóðabókina sína Með mínu grænu augum í Fréttablaðinu og á sömu síðu má finna viðtal við Guðna Th. Jóhannesson. Guðni ræðir um ævisögu Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, sem hann er að vinna að.
Sjá bls 24 í fréttablaðinu 15. sep. http://vefblod.visir.is/index.php?s=4389&p=99221
Í gær (14.sep) var viðtal við Hallfríði Þórarinsdóttur í morgunútvarpi rásar 2 þar sem hún ræðir kynþáttahatur í kjölfar fólksflótta kúbversku feðganna.
Og í morgun var Guðjón Friðriksson að ræða um konur í Kaupmannahöfn í þættinum samfélagið í nærmynd.
Í kvöld mun Guðjón svo þvælast með Agli í þættinum kiljunni, um skáldaslóðir í Þingholtunum.
Það verður hægt að nálgast hér: