1. Forsíða
  2.  » 
  3. Um stofnunina
  4.  » Félagið

Félagið

Félagslíf - í Grasagarðinum

Hlutverk Félags ReykjavíkurAkademíunnar

Félag ReykjavíkurAkademíunnar (FRA) er bakhjarl ReykjavíkurAkademíunnar ses, styður við starfsemina hennar og stendur vörð um hagsmuni stofnunarinnar.

Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi Félags ReykjavíkurAkademíunnar og er hlutverk hennar að:

    • Halda aðalfund félagsins
    • Sjá um fjárreiður félagsins, gera upp reikningsárið og gera fjárhagsáætlun í upphafi hvers starfsárs
    • Halda félagatal
    • Halda gjörðabók stjórnarfunda
    • Koma fram fyrir hönd Félags ReykjavíkurAkademíunnar
    • Vinna að því með stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses að tryggja hag stofnunarinnar
    • Hafa frumkvæði að skipulagningu fræðilegra viðburða og verkefna í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn RA ses og í samráði við fræðafélög og aðrar stofnanir
    • Koma að kynningu stofnunarinnar, fjáröflun fyrir hana og til einstakra verkefna sem unnin eru á hennar vegum
    • Getur staðið fyrir útgáfu fréttabréfs og annarri starfsemi sem eflir samstöðu félaga innan húss sem utan

Lög Félags ReykjavíkurAkademíunnar samþykkt á framhaldsaðalfundi félagsins 7. nóvember 2024.​

 

Kostir aðildar

Auk kosningaréttar á aðalfundi félagsins felst í aðildinni aðgangur að Akademónar – póstlista ReykjavíkurAkademíunnar og möguleiki á að taka þátt í félagsstarfi og ferðum sem skipulagðar eru af FRA. Einnig gefst félagsfólki kostur á að taka þátt í ókeypis eða niðurgreiddum námskeiðum og halda opinbera fyrirlestra á vegum ReykjavíkurAkademíunnar. Aðild að Félagi ReykjavíkurAkademíunnar er forsenda þátttöku í starfi þess og aðgangur að þjónustu sem boðið er upp á í ReykjavíkurAkademíunni. Hér eru nánari upplýsingar um mikilvægi og kosti þess að vera aðila að FRA ásamt umsóknareyðublaði.

Árgjald fyrir einstaklinga er kr. 3.500 starfsárið 2024-2025 en kr. 14.500 fyrir félög og fyrirtæki en sem aðilar að FRA njóta þau ýmisskonar þjónustu hjá ReykjavíkurAkademíunnar.

Stjórn FRA 2024-2025

Formaður
Haukur Arnþórsson

Meðstjórnendur

Atli Antonsson
Auður Gísladóttir
Hjörleifur Hjartarson
Steinunn Stefánsdóttir

Skoðunarmaður reikninga er Salvör Aradóttir.

Stjórn félags ReykjavíkurAkademíunar var kjörin á framhaldsaðalfundi félagsins 7. nóvember 2024.