Gárur
RA hefur frá stofnun verið vettvangur fjölda fræðimanna, rithöfunda, skálda og sérfræðinga sem hafa nýtt sér Akademíuna við störf sín. Þá hafa ýmis félög, stofnanir og fyrirtæki hafa haft viðdvöl í Akademíunni og sum slitið þar barnsskónum. Listinn er langur og lengist stöðugt. Hér er safnað saman minningarbrotum um þá sem voru og þá sem eru. Allar ábendingar um það sem betur má fara og efni sem vantar sendist á netfangið ra [hja] akademia.is.
Bókasafn Dagsbrúnar lokar
Helgi í Húnavatnssýslu(m) – ferðalýsing
Helgina 18. – 19. mars hittust þrettán (aka)demónar Reykjavíkur- og AkureyrarAkademíunnar á Hótel Laugarbakka í Miðfirði − miðja vegu milli höfuðstaðanna tveggja − til þess að kynnast, fræðast, nærast, gleðjast og ræða aukna samvinnu Akademíanna og akademóna.