Arndís Bergsdóttir, framkvæmdastýra
Arndís Bergsdóttir, 562 8586 / 699 8565 arndisbergs [hja] akademia.is
Arndís Bergsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar 1. desember 2024. Arndís er með doktorspróf í safnafræði frá Háskóla Íslands og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu, meðal annars ríflega tíu ára reynslu af verkefnastjórnun og rannsóknum á sviði hug- og félagsvísinda. Hún hefur starfað sem rannsóknasérfræðingur og verkefnastýra við Rannsóknasetur Margrétar II Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag (ROCS) við Háskóla Íslands. Hún var nýdoktor í Öndvegisverkefninu Fötlun fyrir tíma fötlunar og hefur kennt við háskólastofnanir og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum. Arndís hefur verið safnstýra Iðnaðarsafnsins á Akureyri, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í safnafræðum og er ritstýra ritrýnda tímaritsins Nordisk Museologi. Þá sat hún áður í stjórn AkureyrarAkademíunnar, meðal annars sem formaður stjórnar.
Álfheiður Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
Álfheiður Sigurðardóttir, 562 8586 / 616 8565 alfheiður [hja] akademia.is
Álfheiður stýrir skrifstofunni og sinnir samskiptum og þjónustu við þá sem starfa í Þórunnartúni og við félaga RA.
Samhliða störfum sínum við Akademíuna leggur Álfheiður stund á lögfræði við Háskólann á Akureyri . Álfheiður hóf störf við ReykjavíkurAkademíuna í mars 2024.
Atli Antonsson, verkefnisstjóri Rannsóknaþjónustu ReykjavíkurAkademíunnar
Atli Antonsson, 895 2185 atli [hja] akademia.is
Atli Antonsson er verkefnisstjóri Rannsóknaþjónust ReykjavíkurAkademíunnar
Atli er með doktorspróf í bókmenntum frá Háskóla Íslands og starfar samhliða störfum sínum við Akademíuna hjá Eflingu – stéttarfélagi. Atli hóf störf við ReykjavíkurAkademíuna í apríl 2024.
Þór Martinsson, verkefnisstjóri
Þór Martinsson, 849 9595 thor [hja] akademia.is
Þór Martinsson er kynningarfulltrúi ReykjavíkurAkademíunnar. Hann hóf störf við Akademíuna í apríl 2024.
Þór er með masterspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar samhliða störfum sínum við Akademíuna sem sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Þá er Þór ritari stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar og sinnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stofnunina.