1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Akademónar – nýr póstlisti Félags ReykjavíkurAkademíunnar

Akademónar – nýr póstlisti Félags ReykjavíkurAkademíunnar

by | 28. May, 2022 | Fréttir

Í dag var settur á laggirnar nýr póstlisti Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA). Póstlistinn sem ber heitið Akademónar gegnir því mikilvæga hlutverki að efla samskipti stjórnar félagsins við skráða félaga þess og að auðvelda samskipti á milli félagsmanna og þannig styrkja samfélag sjálfstætt starfandi fræðafólks.
Vonir standa til þess að félagarnir nýti póstlistann Akadómónar til þess að koma á framfæri við kollega fréttum af ráðstefnum, styrkjum og sjóðum, hugmyndum að nýjum rannsóknarhópum og málþingum sem og ábendingum um áhugaverð verkefni og námskeið, nytsöm forrit og öp og öðru efni sem nýtist sjálfstætt starfandi fræðafólki í starfi.
Þá er póstlistinn  hugsaður til þess að deila með félagsmönnum efni sem varðar hagsmuni sjálfstætt starfandi fræðafólks í íslensku samfélagi.
Forum, hinn gamalgróni póstlisti ReykjavíkurAkademíunnar verður sem fyrr notaður til að koma á framfæri við hollvini stofnunarinnar fréttum af starfsemi (F)RA. Þá er hægt er að skrá sig fyrir rafrænu fréttabréfi neðst á forsíðu vefsíðu ReykjavíkurAkademíunnar.
 
Skráning á Akademón, póslista Félags ReykjavíkurAkademíunnar er bundin aðild að félaginu en skráðir félagar geta á auðvelda hátt sjálfir skráð sig af póstlitanum með þvíi að senda póst á netfangið akademon+unsubscribe [ att ] akademia.is
Ef þú ert félagi í FRA en hefur ekki fengið tölvupóst frá okkur um skráningu á Akademón, vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu RA á netfangiu ra [att] akademia.is og við kippum því snarlega í liðinn.
Látum leika hefjast!