1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » ÁLYKTUN UM VELFERÐ GAGNRÝNNA ÍSLENDINGA

ÁLYKTUN UM VELFERÐ GAGNRÝNNA ÍSLENDINGA

by | 14. Dec, 2011 | Fréttir, Opinber umræða

 

Stjórnir Hagþenkis, Rithöfundasambands Íslands, Bandalags

þýðenda og túlka, Reykjavíkur Akademíunnar, Blaðamannafélags

Íslands og PEN á Íslandi vilja af gefnu tilefni minna á eftirfarandi:

Einn af hornsteinum stjórnarskrár Íslands er óskoraður réttur

borgaranna til þátttöku í opinni samfélagsumræðu á fundum,

í dagblöðum, á netsíðum, ljósvakamiðlum eða í bókum.

Allar tilraunir flokka, stofnanna, fyrirtækja eða einstaklinga til þess

að þagga niður í höfundum texta sem birta skoðanir sem þeim eru

eru andstæðar – t.d. með skipulögðum atlögum að velferð höfundar,

lögsóknum, hótunum um atvinnumissi eða mannorðsmeiðingum sem

grafa undan öryggi hans –  eru jafnframt aðför að sjálfu tjáningarfrelsinu.

Þyki hópum eða einstaklingum að sér vegið í ræðu eða riti, þá stendur

þeim til boða, nú sem fyrr, að svara fyrir sig með sama hætti. Það kallast

skoðanaskipti – jafnvel ritdeilur – og er siðaðra manna háttur í löndum

þar sem lýðréttindi ríkja.

 

Sjón – Sigurjón Birgir Sigurðsson formaður PEN á Íslandi, [email protected]

Kristín Steinsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, 568 3190, 861 9509

Jón Yngvi Jóhannsson formaður Hagþenkis, 820 0871

Sölvi Björn Sigurðsson formaður Bandalags þýðenda og túlka, 695 1235

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands, 553 9155/568 3155

Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar, 562 856/892 1215