ReykjavíkurAkademían kynnir til leiks útvarpsþætti um sögu svartra Bandaríkjamanna í Ríkisútvarpinu um hátíðarnar en þættirnir eru í umsjón Lilju Hjartardóttur, akademóns. Svartir Bandaríkjamenn eru minnihlutahópur sem er enn í efnahagslegri, félagslegri og stjórnmálalegri varnarstöðu eftir 400 ára sambúð með hvíta meirihlutanum. Samsetning og lestur er í höndum Guðna Kolbeinssonar. Fyrsti þátturinn verður á Skírdag kl. 13:10. Sjá umfjöllun á vef RÚV.