Árshátíð
ReykjavíkurAkademíunn ar,
Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna,
verður haldinn
laugardaginn 28. apríl kl. 19:30
í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð.
Á dagskrá er almenn gleði, fingramatur og dans.
Þema árshátíðarinnar verður að þessu sinni Millistríðsárin og eru gesti hvattir til þess að mæta í því skapinu og dressinu. Leiðbeiningar um hvernig gott er að bera sig að munu streyma inn á næstu dögum og vikum.
Sem hluti af árshátíðargleðinni og þemanu hefur Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og Reykjavíkurborgarsérfræðingur verið fenginn til þess að bjóða gestum í sögugönguna Rónar og Reykjavíkurdömur sem hefjast mun kl. 14 og endar á Borginni í kaffi rúmri klst. síðar.
Sælusjóðarbarinn verður opinn og býðst gestum að kaupa sér veigar á vægu verði.
Félagar utanhúss eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og treysta böndin.
Miðaverð er 3800 kr. og skráning fer fram með því að greiða inn á 0101-26-530697 kt. 530697-3049 og senda staðfestinguna á [email protected]
Kær kveðja,
Stjórnin