1. Forsíða
  2.  » 
  3. Útgáfa RA
  4.  » 
  5. Ársskýrslur
  6.  » Árskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2011.

Árskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar árið 2011.

by | 16. Apr, 2012 | Ársskýrslur, Fréttir

forsa.jpg


Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar. Í henni er ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2011

Árið 2011 var einstaklega viðburðaríkt ár í starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar sem varð fjórtán ára á árinu. Miklar breytingar urðu á högum stofnunarinnar, nýir samningar náðust við opinbera aðila, ný og spennandi rannsóknarverkefni voru sett á fót og ný hugsun í rekstri var formgerð og staðfest. 

Ný stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar var kjörin á aðalfundi 13. apríl 2012

Stjórnina skipa: 

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur, formaður

Guðfjón Friðriksson sagnfræðingur

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur

Dr. Njörður Sigurjónsson menningarstjórnunarfræðingur

Emma Björg Eyjólfsdóttir menningarfræðingur

Ný stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses. var kjörin á sama fundi

Stjórnina skipa:

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður.


Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur, varaformaður

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og dokorsnemi

Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur

Dr. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur

Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur

Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar er Sólveig Ólafsdóttir sagn- og menningarstjórnunarfræðingur sem er að hefja sitt þriðja starfsár.

Skýrsluna er hægt að nálgast HÉR.