
Árið 2011 var einstaklega viðburðaríkt ár í starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar sem varð fjórtán ára á árinu. Miklar breytingar urðu á högum stofnunarinnar, nýir samningar náðust við opinbera aðila, ný og spennandi rannsóknarverkefni voru sett á fót og ný hugsun í rekstri var formgerð og staðfest.
Ný stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar var kjörin á aðalfundi 13. apríl 2012
Stjórnina skipa:
Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur, formaður
Guðfjón Friðriksson sagnfræðingur
Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur
Dr. Njörður Sigurjónsson menningarstjórnunarfræðingur
Emma Björg Eyjólfsdóttir menningarfræðingur
Ný stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses. var kjörin á sama fundi
Stjórnina skipa:
Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður.
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og dokorsnemi
Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur
Dr. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur
Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur
Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar er Sólveig Ólafsdóttir sagn- og menningarstjórnunarfræðingur sem er að hefja sitt þriðja starfsár.