Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fjórða starfsár hjá RA. Í árskýrslunni erað ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2012.
Haldið var áfram að formgera starf ReykjavíkurAkademíunnar og treysta rekstrarlega undirstöðu hennar á árinu 2012 sem var fimmtánda starfsár hennar. RannsóknarSmiðju RA var formlega hleypt af stokkunum á árinu og nýr samningur um Bókasafn Dagsbrúnar við Eflingu-stéttarfélag var undirritaður á árinu. Einnig var gengið frá nýjum húsaleigusamningi við Landsbankann um húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121 á árinu 2012. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna jókst umtalsvert og voru sjö fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.
Eins og kom fram í ársreikningi varð alger viðsnúningur á fjárhag ReykjavíkurAkademíunnar ses á árinu 2011 til hins betra. Áfram var haldið að byggja á þeim góða grunni árið 2012. Rekstrartekjur utan samningsbundina rekstrar- og þjónustustyrkja námu í heild tæpum 43 milljónum en voru rétt rúmar 28 milljónir á árinu 2011. Hér munar nær alfarið um erlenda rannsóknarstyrki. Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 63 milljónir ár árinu 2012. Rekstrargjöld jukust einnig umtalsvert eða úr rúmri 41 milljón 2011 í rúmar 62 milljónir á árinu 2012. Eigið fé stofnunarinnar nam 8,6 milljónum í árslok 2012 en var 8,3 milljónir í árslok 2011. Hagnaður af rekstri RA ses. nam því kr. 332.000 á árinu 2012. Greidd laun voru 27,4 milljónir árið 2012 en voru 13,2 milljónir í árslok 2011 og er hægt að rekja auknar laungreiðslur beint til rannsóknarverkefna. Aukning á launakostnaði vegna eigin reksturs RA ses. nam aðeins um 1.2 milljónum króna. Umfang rekstursins hefur því nær tvöfaldast á milli ára.
Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér
Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins í dag 24. apríl.
Stjórnina skipa:
Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur
Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur
Dr. Njörður Sigurjónsson menningarstjórnunarfræðingur
Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.
Stjórnina skipa:
Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður
Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur
Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi
Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur
Dr. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur
Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur