1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Auglýst eftir framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar

Auglýst eftir framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar

by | 5. Oct, 2024 | Fréttir

 

 

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar (RA) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar sem æskilegt er að geti hafið störf fyrir áramót.

Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfsemi og málefnum ReykjavíkurAkademíunnar í umboði stjórnar.

Hann ber ábyrgð á og annast fjármál, bæði varðandi rekstur ReykjavíkurAkademíunnar og rannsóknarverkefni á hennar vegum. Hann ber ábyrgð á skrifstofuhaldi, skipulags- og húsnæðismálum RA, kynningarmálum og samstarf við stofnanir og fyrirtæki, rekstri tækja og miðlægs búnaðar og rekstri sameiginlegrar aðstöðu – og öðrum málum í umboði stjórnar.

 

Helstu verkefni

  • Stefnumótun RA í samvinnu við stjórn.
  • Efling rannsókna á vegum RA.
  • Umsjón með kynningarmálum.
  • Umsjón með samningum RA við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
  • Rekstur og fjármálaumsýsla.
  • Fjáröflun til starfsemi RA.
  • Umsjón með funda- og ráðstefnuhaldi í samvinnu við stjórn og einstaka félaga.


Hæfniskröfur

  • Meistaragráða eða annað framhaldsnám frá háskóla.
  • Reynsla af stjórnun, fjármálum og rekstri.
  • Reynsla af rannsóknum og/eða utanumhaldi rannsóknarverkefna.
  • Þátttaka í viðburðastjórnun er kostur.
  • Frumkvæði, faglegur metnaður og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta og leikni í ensku áskilin. Norðurlandamál er kostur.


Upplýsingar

Laun taka mið af gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsókn fylgi kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt náms- og starfsferilsskrá. Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.

Nánari upplýsingar veita Oddný Eir Ævarsdóttir, stjórnarformaður, ([email protected]) og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, ([email protected]) í síma 699 8565.

 

Umsóknum um starf framkvæmdastjóra skal skilað á vef Alfred.is