Greinasafnið Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century er komið út hjá hollenska forlaginu Brill. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad ritstýrðu. Safnið er í meginatriðum byggt á rannsóknarverkefninu Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918, sem hlaut verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði (í umsjá Rannís) árið 2014. Höfuðstöðvar þess voru í ReykjavíkurAkademíunni.
Auk ítarlegs inngangs, inniheldur bókin tólf mislangar ritgerðir, þar sem fjallað er um þjóðernisleg viðhorf hóps fræðimanna, einkum íslenskra, sem stunduðu rannsóknir og útgáfur á norrænum fornbókmenntum á hinu tilgreinda tímabili. Sumir kaflarnir eiga rætur í erindum á alþjóðlegu málþingi um efnið, sem Study Platform on Interlocking Nationalisms (SPIN) bauð til í Amsterdam í nóvember 2016. Bókin fæst bæði í prentaðri gerð og sem rafbók. Sjá nánari upplýsingar hér:
ReykjavíkurAkademían óskar þeim Gylfa og Clarence til hamingju með stórglæsilega útgáfu.