1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Borgarstyrkur ReykjavíkurAkademíunnar

Borgarstyrkur ReykjavíkurAkademíunnar

by | 24. Nov, 2010 | Fréttir


Ólafi Gísla Rondvegioli.pngeynissyni sem er í meistaranámi í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands var í dag formlega afhentur stúdentastyrkur Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar árið 2010. Ólafur kynnti að því tilefni styrkverkefni sitt við kertaljós og piparkökur í sérstöku morgunkaffi akademóna. Verkefni Ólafs fjallar um gæði jarðhæða við verslunargötur í miðborg Reykjavíkur. Hann veltir því fyrir sér hvernig mætti gera miðborg Reykjavíkur líflegri, notalegri og skemmtilegri þannig að fólk fari þangað jafnvel að tilefnislausu. Gerður var góður rómur að erindi Ólafs og spunnust um það líflegar umræður við morgunverðarborðið.