1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Dagskrá ÍNOR 2008-2009

Dagskrá ÍNOR 2008-2009

by | 22. Oct, 2008 | Fréttir, Málþing og raðir, Viðburðir RA

 

 

Fyrirlestraröð INOR (Ísland og ímyndir Norðursins) í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna, Háskólann á Hólum, Rannsóknamiðstöð ferðamála við Háskólann á Akureyri og Þjóðfræðistofu á Hólmavík

22. október 2008 til 15. apríl 2009 kl. 20:00-22:00. Haldnir í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121, 4. hæð

Umsjón: Sumarliði R. Ísleifsson

Fundarstjóri : Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu Listaháskóla Íslands.

Miðvikudagur 22. október 2008 kl. 20:00-22:00

Ímyndir Íslands og ímyndamótun stjórnvalda. Bryndís Björgvinsdóttir, Edward Huijbens, Kristrún Heimisdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Svafa Gronfeldt.

Athugasemdir og viðbrögð: Hjálmar Sveinsson

Fimmtudagur 6. nóvember kl. 20:00-22:00

Fallvaltar ímyndir Íslands. Pallborðsumræður um ímyndir Íslands eftir „hrunið“. Þátttakendur: Árni Finnsson, Björn Friðfinnsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Þorfinnur Ómarsson, Þorgerður Þorvaldsdóttir.

Fundarstjóri: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

Miðvikudagur 26. nóvember 2008 kl. 20:00-22:00

Ísland og ímyndir norðursins 1750-1900: Clarence E. Glad, Gylfi Gunnlaugsson

Athugasemdir og viðbrögð: Gottskálk Þór Jensson

Miðvikudagur 21. janúar 2009 kl. 20:00-22:00

Hversdagsvald: Matur, drykkur og ímyndir: Hildigunnur Ólafsdóttir, Kristinn Schram

Athugasemdir og viðbrögð: Ármann Jakobsson

Miðvikudagur 11. febrúar 2009 kl. 20:00-22:00

Mótun svæðaímynda: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir

Athugasemdir og viðbrögð: Valdimar Hafstein

Miðvikudagur 11. mars 2009 kl. 20:00-22:00

Sjálfsmyndir Íslendinga á 20. öld: Marion Lerner, Júlíana Gottskálksdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir

Athugasemdir og viðbrögð: Guðmundur Hálfdanarson

Miðvikudagur 15. apríl 2009 kl. 20:00-22:00

Ímyndir við aldahvörf: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir

Athugasemdir og viðbrögð: Guðmundur Oddur Magnússon

Í apríl Joep Leerssen prófessor við Háskólann í Amsterdam


Ísland og ímyndir Norðursins

Fyrirlestraröð INOR í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna, Háskólann á Hólum, Rannsóknamiðstöð ferðamálavið Háskólann á Akureyri og Þjóðfræðistofu stendur yfir frá 22. október 2008 til 15. apríl 2009 kl. 20:00-22:00. Umsjón með fyrirlestrunum hefur Sumarliði R. Ísleifsson og fundarstjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu Listaháskóla Íslands.

Rannsóknaverkefnið Ísland og ímyndir Norðursins fékk öndvegisstyrk frá Rannís árið 2007. Rannsóknahópurinn sem stendur að verkefninu, ÍNOR-hópurinn, hefur verið starfandi innan ReykjavíkurAkademíunnar undanfarin ár. Hann hefur fengið til liðs við sig fræðimenn frá alls um 10 háskólum, hér á landi, í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð.

Í markmiðslýsingu verkefnisins segir m.a. að rannsakaðar verði „nokkrar birtingarmyndir nútíma sjálfsmynda og ímynda Íslands og Íslendinga sem hluta norðursins, hvernig þær hafa sprottið fram og breyst í tímans rás og hvert þær stefna. Ennfremur mun rannsóknin beinast að lykilatriðum í uppruna og þróun íslenskra ímynda norðursins. Sjónum verður beint að fjórum sviðum: Stöðu Íslands í alþjóðlegu og norrænu samhengi, norðlægri menningu og samfélagi, tengslum manns og náttúru í norðrinu og loks norðrinu í íslenskum ferðamannaiðnaði.“Verkefnið er til þriggja ára. Verkefnisstjórar eru Sumarliði R. Ísleifsson og Daniel Chartier. Heimasíða verkefnisins er www.inor.is þar sem er að finna allar nánari upplýsingar um verkefnið.