1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Demónar fjalla um jafnrétti og áhrif #metoo

Demónar fjalla um jafnrétti og áhrif #metoo

by | 8. Mar, 2018 | Fréttir

Okkar ágætu demónar, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur, og Þorgerður Þorleifsdóttir, sagnfræðingur, leggja jafnréttisbaráttunni lið. Í síðustu viku sat Guðjörg Lilja í pallborði ásamt Önnudís G. Rúdolfsdóttur á hádegisfundi þar sem Cynthia Enloe flutti frábært erindi um #meetoo byltinguna. Í pallborði tengdu þær Lilja og Annadís erindi Cynthiu við stöðuna á Íslandi og þá vitundarvakningu sem kom í kjölfar #metoo. Í gær (7. mars) hélt dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir erindi á Jafnréttisþingi 2018. Þar fjallaði hún um #metoo byltinguna þar sem hún vék m.a. að því að #metoo byltingin hefði hrist rækilega upp í stoðum feðraveldisins og að áhrifa hennar muni að öllum líkindum gæta hérlendis um langa hríð. 

LiljaCinthyaAnnadis

ThorgerdurMBL