Málþingið „Dútlað við þjóðarsálina“ Auðlegð þekkingar í aldarfjórðung var haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu 7. maí 2022. Viðfangsefni málþingsins sem var haldið í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar var mikilvægi stofnunarinnar fyrir einstaklinga og samfélagið allt og nokkru ljósi varpað á hina umfangsmiklu starfsemi sem þar hefur farið fram. Auk allra fyrirlestra, ávarpa og örsagna sem voru tekin upp og má nálgast hér var í tengslum við málþingið unnið yfirlit yfir rannsóknir- útgáfur og viðburði sem unnið hefur verið að innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar allt frá stofnun hennar árið 1997. Yfirlitið er hið glæsilegasta og þar kenndi margra grasa. Afurðin sjálf fékk heitið Refill ReykjavíkurAkademíunnar sökum lögunar og var prentaður á 8 metra langt veggspald sem stillt var upp eftir endirlöngum Lestarsal Safnahússins.
Við þökkum öllum þeim sem komu í Safnahúsið laugardaginn 7. maí og fögnuðu með okkur og fyrir allar kveðjur sem bárust frá þeim sem voru með í anda. Svipmyndir frá afmælismálþinginu.
Dagskrá ,,Dútlað við þjóðarsálina” Auðlegð þekkingar í aldarfjórðung
ReykjavíkurAkademían 25 ára
„D Ú T L A Ð V I Ð Þ J Ó Ð A R S Á L I N A“
Auðlegð þekkingar í aldarfjórðung
Safnahúsinu við Hverfisgötu, 7. maí 2022 kl. 13:00
Dagskrá
13:00 Lilja Hjartardóttir, formaður afmælisnefndar býður gesti velkomna
13:05 Ávarp; dr. Ingunn Ásdísardóttir, formaður ReykjavíkurAkademíunnar
13:15 Örsaga akademóns; dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands
13:20 Örsaga akademóns; dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
13:25 Örsaga akademóns; dr. Davíð Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands
13.30 Ávarp; Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra menningar, viðskipta- og ferðamála
13:45 Hátíðarerindi: Færniskreppa? Menntun, innviðir og breytingar,
. dr. Gauti Sigþórsson, varaforseti School of Arts, University of Roehampton, London
14:05 Umræður
14:20 Framtíðarsýn akademóns; Gunnar Þorri Pétursson, bókmenntafræðingur og þýðandi
14:25 Ávarp; Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna
14:35 Ávarp; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
14:45 Forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, slítur málþinginu
Málþingsstjóri er Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og rithöfundur