1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Faghópur fræðafólks sem starfar sjálfstætt stofnaður

Faghópur fræðafólks sem starfar sjálfstætt stofnaður

by | 21. Jan, 2024 | Fréttir

Hlutverk RAFréttin var uppfærð í janúar 2024 þegar Fræðagarður sameinaðist öðrum stéttarfélögum undir nýju nafni.

Nýlega [í ágúst 2023] kom ReykjavíkurAkademían að því mikilvæga verkefni að stofna faghóp fræðafólks sem starfar sjálfstætt innan vébanda Visku – stéttarfélags. Faghópur fræðafólks sem starfar sjálfstætt er vettvangur þeirra sem vilja standa vörð um kjör og réttindi fræðafólks, hlúa að stéttarvitund og sýnileika og stuðla að auknu samstarfi, öflugri endurmenntun og efldum hag þeirra sem starfa sjálfstætt.

Hópurinn er opinn fræðafólki sem starfar sjálfstætt að rannsóknum og þekkingarmiðlun og er menntað á sviði hug- eða félagsvísinda eða stundar þar nám. Einnig rannsakendum menntuðum af öðrum sviðum háskóla sem starfa að fræða- og þekkingarmiðlun. Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur sem og störfin. Þar má nefna rannsóknir, stundakennslu, handritsgerð, ljósvakamiðlun og svo framvegis. Allt sjálfstætt starfandi fræðafólk sem eru félagar í Visku og allir þeir sem hafa áhuga á málinu geta skráð sig í faghópinn.

Talsmaður fræðafólks sem starfar sjálfstætt í fulltrúaráði Visku er Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur og safnafræðingur og fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Anna Þorbjörg hefur netfangið att [hja] akademia.is