1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Félagatal ReykjavíkurAkademíunnar frá upphafi

Félagatal ReykjavíkurAkademíunnar frá upphafi

by | 19. Jan, 2023 | Fréttir

Unnið er að því að forma nýtt félagatal Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA) og huga að sjálfvirkum tengingum við rafrænar umsóknir um félagsaðild og leigu á vinnuaðstöðu. Verkefnisstjóri við gerð félagatalsins er Ólöf Anna Jóhannsdóttir þjóðfræðingur og mastersnemi í kennslufræði og fræðakona við ReykjavíkurAkademíuna. Verkefnið er unnið í samstarfi FRA og stofunarinnar.

Auk þess að halda utan um núverandi félaga FRA þá er endurgerð félagatalsins hluti af því mikla verkefna að ná utan um afurðir og bakgrunn á sjöunda hundruðu fræðimanna sem hafa starfað við ReykjavíkurAkademíuna frá stofnun hennar árið 1997.

Verið er að þróa gagnagrunn gagnagrunn yfir starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks. Þar verður einnig að finna upplýsingar um styrki úr opinberum sjóðum sem veittir hafa verið við vinnslu verkanna.

Endurgerð félagatalsins er hluti af tveimur rannsóknarverkefnum sem er verið að móta. Þetta eru:

ReykjavíkurAkademían 19972022 gengur út á að safna í skjalasafn RA heimildum sem varða starfsemi félagsins og stofnunarinnar á tímabilinu 1997−2022. Meginmarkmiðið er að fylla í skörð skjalsafns RA, endurgera félagatal FRA 1997−2022 og vinna úr sögulegt efni til birtingar á vefsíðu stofnunarinnar. Verkefnisstjóri er Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir framkvæmdastjóri.

Störf og afurðir fræðafólks sem starfar utan háskólanna.  Grunnur verkefnisins var lagður sumarið 2022 en þá hlaut ReykjavíkurAkademían styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og voru sagnfræðinemarnir Pétur Stefánsson og Jens Arinbjörn Jensson ráðnir til að vinna gagnagrunn. Verkefnisstjórar eru Lilja Hjartardóttir og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir.