Vegna niðurskurðar til vísindasjóða og aukinnar verðbólgu hafa framlög til vísindarannsókna lækkað umtalsvert á síðustu árum. Vísindasamfélagið vill bregðast við með því að benda á verðmæti vísinda fyrir samfélagið, óháð fræðasviði.
Að þessu málþingi standa saman Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna og FEDON, félag doktorsefna og nýrannsakenda við HÍ.
Málþingið fer fram í stofu M208 í HR, fimmtudaginn 16. maí kl. 14.00-15.30.
Fundarstjóri: Magnús Karl Magnússon, prófessor við HÍ.
Dagskrá:
Hverju skila lífvísindin til samfélagsins? Erna Magnúsdóttir, dósent HÍ
Fjármögnun grunnrannsókna: Næring fyrir nýsköpun. Sigurður Ingi Erlingsson, prófessor HR
Áhrif samningsleysis á unga rannsakendur: Jafnrétti og samfélagsleg gæði í húfi. Svava Dögg Jónsdóttir doktorsnemi HÍ/formaður FEDON
Frumkvöðlar á sviði fræða – áhugadrifnar rannsóknir og samfélagsleg nýsköpun. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, ReykjavíkurAkademíunni
Verðmætasköpun, samfélagsleg áhrif og gagnrýnin hug- og félagsvísindi. Þorgerður Einardsóttir, prófessor HÍ
Viðburðurinn á Facebook