1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Fræðaþing
  6.  » Fræðaþing 2023 – Innan garðs og utan

Fræðaþing 2023 – Innan garðs og utan

by | 25. Sep, 2023 | Fræðaþing, Fréttir, Upptökur

Fyrsta Fræðaþing ReykjavíkurAkademíunnar var haldið föstudaginn 22. september 2023 í Fróða, fundarsal Íslenskrar Erfðagreiningar. Fræðaþing er árlegur vettvangur um samstarf fræðafólks sem starfar utan og innan háskólana að rannsóknum og þekkingarmiðlun á sviði hug- og félagsvísinda. Markmiðið er að skapa sameiginlega sýn fræðafólks sem starfar að rannsóknum og þekkingarmiðlun, ræða tækifæri og ógnanir og leggja grunn að samvinnu um rannsóknir og þekkingarmiðlun þvert á starfsvettvang og ólíkar fræðigreinar.

Að þessu sinni bar Fræðaþingið  yfirskriftinni Innan garðs og utan og sjónum beint að hlutverki hug- og félagsvísinda, þeim hluta fræðasamfélagsins sem starfar utan háskólanna, að opinberri fjármögnun áhugadrifinna rannsókna og möguleikum ungs fræðafólks að láta til sín taka við rannsóknir og þekkingarmiðlun.

Dagskrá þingsins og umgjörð var afar glæsileg, Lilja Hjartardóttir formaður stjórnar opnaði þingið. Þá steig lykilfyrirlesarinn Davíð Ólafsson í pontu og fjallaði um hlutverk ReykjavíkurAkademíunnar og fræðafólks sem starfar utan og utaní háskólunum.

Tuttugu og einn sérfræðingur tók þátt í fjórum pallborðunum. Fyrsta pallborðið, Hlutverk hug- og félagsvísinda var stýrt af Viðari Hreinssyni, Annað pallborðið, Fræðasamfélagið utan háskólanna var stýrt af Steinunni J. Kristjánsdóttur, Þriðja pallborðið, Fjármögnun áhugadrifinna rannsókna stýrði Ingunn Ásdísardóttir og fjórða pallborðinu, Unga fólkið – framtíð fræðanna stýrði Ásta Kristín Benediktsdóttir. Á undan hverju pallborði var spilað stutt myndband þar sem þemað var rammað inn. Málþingið var tekið upp og er upptakan aðgengileg á Youtube rás ReykjavíkurAkademíunnar. Þá hefur verið tekin saman skýrsla um Fræðaþingið 2023 (RA-2024-3) þar sem allir textarnir eru aðgengilegir auk upplýsingar um þátttakendur og framkvæmdaraðila..

Öllum þátttakendum, samstarfsaðilum og starfsfólki ReykjavíkurAkademían er þökkuð þátttakan og mikilsvert framlag til umræðna um fræðafólk sem starfar innan og utan háskólanna. Þá er Íslenskri erfðagreiningu færðar þakkir fyrir lán á fundarsalnum sem skapaði glæsilega umgjörð um þingið.

Myndir frá Fræðaþinginu teknar af Lindu Guðlaugsdóttur eru á Facebook-síðu ReykjavíkuAkademíunnar.


ReykjavíkurAkademían bindur vonir við að Fræðaþing verði árlegur vettvangur um samstarf fræðafólks sem starfar utan og innan háskólana að rannsóknum og þekkingarmiðlun á sviði hug- og félagsvísinda. Markmiðið er að skapa sameiginlega sýn fræðafólks sem starfar að rannsóknum og þekkingarmiðlun, ræða tækifæri og ógnanir og leggja grunn að samvinnu um rannsóknir og þekkingarmiðlun þvert á starfsvettvang og ólíkar fræðigreinar.