1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Framhaldsaðalfundur í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar

Framhaldsaðalfundur í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar

by | 23. Oct, 2024 | Fréttir

Ágætu félagsmenn Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA)

Boðað er til framhaldsaðalfundar FRA fimmtudaginn 7. nóvember 2024 í Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á fyrst hæð Þórunnartúns 2. Fundurinn verður haldinn kl. 13:00. Fundarstjóri verður Guðrún Hallgrímsdóttir.

Dagskrá aðalfundar verður fram haldið eins og sagt er fyrir um hana í 4. gr. laga FRA – þ.e.a.s. þá dagskrárliði sem ekki kláruðust – dagskrárliði 4 (lagabreytingar), 5 (kjör formanns), 6 (kjör nýrra stjórnarmanna) og 10 (önnur mál).

Tillögur um nýjan formann og þrjá nýja stjórnarmenn (eða einn) þurfa að koma fram tímanlega, í síðasta lagi fjórum dögum fyrir framhaldsaðalfundinn. Núverandi stjórnarmenn leggja fram tillögur sínar.

Dagskrá:

  1. Lagabreytingar – sjá tillögur hér fyrir neðan.
    1. Núverandi stjórnarmenn draga til baka fyrri tillögu um breytingu á 6. grein laganna.
    2. Þeir leggja fram nýja tillögu um orðalag á 6. grein. Hún er meðfylgjandi til kynningar fyrir aftan þetta fundarboð.
    3. Kosið er um breytingartillöguna.
    4. Núverandi stjórnarmenn leggja til breytingu á 5. grein sem einnig er meðfylgjandi fyrir aftan þetta fundarboð.
    5. Kosið er um breytingartillöguna.

 

  1. Kjör formanns
  2. Núverandi stjórnarmenn stinga upp á stjórnarformannsefni.
    b.    Fundarmönnum er boðið að leggja fram tillögur um annan stjórnarformann.
    c.    Kosning um stjórnarformann.

 

  1. Kosning þriggja nýrra stjórnarmanna
    1. Núverandi stjórnarmenn stinga upp á þremur nýjum stjórnarmönnum (ef lagabreytingin á 5. gr. var samþykkt, annars einum).
    2. Fundarmönnum býðst að leggja fram tillögur um aðra stjórnarmenn.
    3. Kosning stjórnarmanna.

 

  1. Önnur mál
    1. Framkvæmdarstjóri kynnir stöðu húsnæðismála.
    2. Framkvæmdarstjóri kynnir stöðuna varðandi Bókasafn Dagsbrúnar.
    3. Stjórnarformaður ses-ins segir frá stöðu framkvæmdarstjóraskipta.
    4. Fundarmenn geta borið upp önnur mál til umræðu og ákvörðunar.

 

  1. Fundi slitið.

Lagabreytingar

Lög Félags ReykjavíkurAkademíunnar, samþykkt á aðalfundi 2024

 

———-

Tillaga að breyttri 6. grein.

„Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar sér um fjárreiður félagsins, gerir fjárhagsáætlun í upphafi hvers starfsárs, gerir upp reikningsárið og annast uppfærslu á félagatali. Skrifstofa ReykjavíkurAkademíunnar veitir félaginu atbeina við þessi verkefni. Haldin er fundargerð stjórnarfunda FRA og henni dreift til félagsmanna.“
Núgildandi 6. grein.

„Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar sér um fjárreiður félagsins, gerir fjárhagsáætlun í upphafi hvers starfsárs og gerir upp reikningsárið. Hún sér einnig til þess að haldið sé félagatal. Haldin er gjörðarbók stjórnarfunda og skulu viðstaddir stjórnarmenn staðfesta fundargerð með undirritun sinni.“

———-

Breytingatillaga á 5. grein:

Í stað „þrír“ í 1. mgr. komi „fimm“.

Núgildandi 5. grein.
„Stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar skipa þrír aðalmenn. Formaður er kosinn á aðalfundi en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkefnum eftir því sem við á hverju sinni, en ávallt skal hún velja ritara og gjaldkera er gegni störfum sínum til næsta aðalfundar. Leitast skal við að einn úr stjórn komi úr röðum félaga sem ekki hafa vinnuaðstöðu í ReykjavíkurAkademíunni.“