1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Fullveldismaraþon RA á Menningarnótt

Fullveldismaraþon RA á Menningarnótt

by | 7. Aug, 2018 | Fréttir

Fullveldismaraþon ReykjavíkurAkademíunnar verður haldið í samkomutjaldi á Klambratúni kl .10–22 á Menningarnótt. 50 fjölbreyttir örfyrirlestrar frá morgni til kvölds um fullveldið, sögu Íslands og samfélag í fortíð og nútíð. Fjallað er um allt milli himins og jarðar sem tengist fullveldinu og sögu lands og þjóðar, allt frá mat til kosningaréttar, auk þess sem þekktir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Maraþonið verður því afar fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

 

Dagskrá:

Kl. 10–12
Egill Arnarson heimspekingur og ritstjóri: Fullt vald á fullveldinu?
Guðjón Friðriksson sagnfr: Alþýðuflokkurinn og fullveldið 1918
Gunnar Hersveinn rithöfundur: Þjóðgildin: fótakefli Íslendinga
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfr: Fullveldi – takmarkanir og áskoranir
Dr. Steinunn J Kristjánsdóttir fornleifafræðingur: Fullveldisfólkið
Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur: Alþingi 1918
Þorleifur Hauksson íslensku- og bókmenntafr: Ljóðmál á fullveldistíma.
Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfr. og alþingismaður: Sleit þjóðernisvitundin barnsskónum?
Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafr: Ísland í þýskri rómantík
Dr. Björn S. Stefánsson dr. scient.: Álit tjáð i atkvæðagreiðslu
Svandís Nína Jónsdóttir gagnafr: Opinberar upplýsingar á fullveldistíma

Kl. 12–13 Hádegishlé

Kl. 13–15
Stefán Pálsson sagnfr: Happdrættið og fyrstu útrásarvíkingarnir
Aðalsteinn Eyþórsson íslenskufr.: Andvaka – flaumósa – fullvalda
Þóra Elfa Björnsson setjari: Fullveldið og prentiðnin
Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfr: Allt gengur í hring
Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur: Heilbrigði í hundrað ár.
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfr: Lækningar, galdrar, vísindi
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur og sáttamiðlari MMCR: Hamingjurannsóknir
Guðný Hallgrímsdóttir sagnfr: Tískuhús Sigríðar í Kaupinhafn
Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur: Fjall- og full-

Kl. 15–17
Anna Dóra Antonsdóttir sagnfr. og rithöfundur: Skárastaðamál í dómabókum
Sigurður Pétursson sagnfræðingur: Fyrsti rauði bærinn
Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur: Fullveldisbarnið faðir minn
Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfr: Rannsóknir með list
Dr. Svanur Kristjánsson stjórnmálafr: Endurreisn íslenska lýðveldisns
Auður Ingvarsdóttir sagnfr: Sagnarit eða nytsöm skrá.
Dr. Clarence E. Glad guðfr: Fræðimaðurinn Jón Sigurðsson
Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir list- og fagurfr: Íslensk myndlist og nútíminn
Dr. Ragnheiður Ólafsdóttir tónlistarfr: Fullveldiskveðskapur
Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir bókmenntafr: Mikilvægi sýnileika tungumálsins
Halldóra Thoroddsen skáld: Börn bjöllunnar

Kl. 17–19
Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur: Hafís í blöðunum 1918
Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur: Æðsta dómsvaldið heim
Dr. Þorgerður H Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafr: Takmarkanir kosningaréttarins
Axel Kristinsson sagnfræðingur: Sagan sem tilbúningur
Björg Árnadóttir rithöf. og ritlistarkennari: Að birta eða brenna
Lana Kolbrún Eddudóttir sagnfræðinemi og dagskrárgerðarmaður: Kvennasaga í Húsfreyjunni
Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur: Afgrunnsdýrið
Dr. Njörður Sigurjónsson menningarstjórnunarfr: Þögn í salinn
Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfr: Tungumál, innflytjendur, ferðaþjónusta
Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur: Smásaga

Kl. 19–21
Próf. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfr: Fullveldisdagurinn í augum verkakonu
Dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafr: Samsæriskenningar og falsfréttir stjórnmála
Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir landfr: Náttúruást og ferðamennska
Salvör Nordal siðfræðingur
Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur: Er þetta matur?
Dr. Sumarliði Ísleifsson sagnfr: Íslendingar og Skrælingjar
Dr. Ólafur Rastrick dósent í þjóðfræði: Djass og menningarangist
Dr. Ásthildur Elva Berharðsdóttir stjórnmálafr: Þjóðarglíma við áföll
Stefán Pálsson sagnfræðingur: Fótbolti og sjálfsfróun
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og rithöfundur: Bullveldi

Kl. 21–22 Samstund og uppskerugleði – Allir velkomnir