Edna Lupita
ÍSLENSKA
Edna er fædd í Mexíkóborg árið 1974 en flutti til Íslands árið 1998. Í Mexíkó lærði hún dans frá unga aldri og síðar leiklist í Universidad Nacional Autonoma de Mexico. Árin sín á Íslandi hefur Edna starfað sem dans- og leiklistarkennari og hún lauk diplómanámi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Nú starfar Edna við dans- og leiklistarkennslu við Batamiðstöð Geðdeildar Landspítalans. Árið 2015 stofnaði hún leikhópinn Húmor ásamt félögum í Hlutverkasetri. Haustið 2021 var heimildakvikmyndin EKKI EINLEIKIÐ /ACTING OUT frumsýnd en myndina gerðu kvikmyndagerðarkonurnar Anna Þóra Steinsþórsdóttir og Ásthildur Kjartansdóttir um líf og list Ednu, glímu hennar við geðhvörf og draum hennar um að sinna geðheilbrigðismálum með ólíkum faghópum og aðferðum listanna.
ENGLISH
Edna was born in Mexico City in 1974 and moved to Iceland in 1998. In Mexico she studied dance from an early age and later she did drama studies at Universidad Nacional Autonoma de Mexico. During her years in Iceland, Edna has worked as a dance and drama teacher and she has completed her diploma studies at department of the Arts Education at Iceland University of the Arts. Edna teaches dance and drama at the Recovery Center of Landspítali University Hospital and in 2015 she founded the theater group Húmor together with member of the Hlutverkasetur Role Center. In 2021 documentary EKKI EINLEIKIÐ / ACTING OUT, filmmakers Anna Þóra Steinþórsdóttir and Ásthildur Kjartansdóttir focus on the life and art of Edna Lupita, her struggle with bipolar disorder and her dealing with mental health issues in groups of different professionals with the methods of the arts.