1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Fyrirlestur i tilefni að útgáfu bókarinar Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

Fyrirlestur i tilefni að útgáfu bókarinar Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

by | 16. Nov, 2010 | Fréttir

800px-battle_of_issus.jpg

Útþenslur í Evrópusögunni

Fyrirlesturinn verður í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4.hæð, föstudaginn 19. nóvember kl. 16:00. Höfundurinn Axel Kristinsson, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur heldur fyrirlesturinn.

Að loknum fyrirlestrinum verða léttar veitingar í boði ReykjavíkurAkademíunar.

Bókin verður til sölu að loknum fyrirlestri, og mun höfundur árita bókina að ósk gesta.

Allir velkomnir.

 

Í fyrirlestrinum verður fallað verður um nokkur tilvik sögunnar þar sem fólk á tilteknum menningarsvæðum tók að fjölga sér hraðar og meira en aðrir og þá landvinninga og þjóðflutninga sem fylgdu í kjölfarið. Sem dæmi um slík útþensluferli má nefna Grikkland í fornöld, þjóðflutninga Galla og Germana, Víkingaöld á Norðurlöndum og jafnvel þjóðflutninga Evrópufólks á 19. og 20. öld.

Öll þessi dæmi eiga sér sameiginleg sérkenni önnur en útþensluna sjálfa og er einkum athyglisvert að þau tengjast öll bæði hervæðingu almennings og lýðræði eða jafnaðarmennsku. Einkennin benda á það orsakasamband sem að baki býr og gera mögulegt að finna skýringar sem eiga ekki aðeins við í einu dæmi heldur mörgum. Þannig er búið til almennt líkan af útþensluferlum sem hjálpar okkur að skilja og skýra fyrirbæri af þessi tagi hvar og hvenær sem er.

Svona sagnfræði er oft kölluð makrósagnfræði (stundum stórsaga á íslensku) og hefur hingað til verið lítt stunduð af sagnfræðingum en meira af félagsfræðingum, mannfræðingum og jafnvel líffræðingum. Fyrirlesari heldur því fram að þetta sé óæskilegt ástand og að fáir séu betur fallnir til að stunda makrósagnfræði en sagnfræðingar sjálfir.

 

axel_kristinsson.jpgAxel Kristinsson (f. 1959) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur sem hefur einkum rannsakað félagspólitíska sögu Íslands á miðöldum og árnýöld. Á síðari árum hefur hann þó einkum fengist við sína eigin útgáfu af makró-sagnfræði þar sem nálgun þróunarfræði og flækjufræði er beitt til að leiða í ljós almenn lögmál um þróun samfélaga. Axel býr í Reykjavík og ræktar tré í tómstundum.

 

 

expansionskapa.jpg

 

 

Bókin Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age er hægt að forskoða á Google books HÉR.

Bókina er hægt að panta í gegnum ReykjavíkurAkademíunni í gegnum netfangið [email protected]

Einning er hægt að panta hana í gegnum Biblio.com, HÉR

Heimsíða bókar. http://www.axelkrist.com/