Í Gammablossum föstudaginn 23. október flytur Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmyndaskóla Íslands, fyrirlestur um Kvikmyndanám á háskólastigi. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal ReykjavíkurAkademíunnar og stendur yfir frá klukkan 12.05-13.00.
Yfirlit fyrirlestrarins:
Fyrirlesturinn fjallar um stöðu myndmiðlana í samfélaginu í dag og hvernig hegðunarmynstur fólks í tengslum við þá tekur sífelldum breytingum. Fjallað verður um kvikmyndina sem vettvang, úrvinnslutæki og spegil í þjóðfélaginu. Þá verður rætt um hversu margbrotin atvinnugrein kvikmyndagerðin er bæði sem listgrein og iðnaður. Í framhaldi af því verður skoðað hvaða kröfur og væntingar við eigum að gera til hennar. Að lokum verður svo fjallað um kvikmyndakennslu í skólakerfinu og klikkt út með yfirskrift þessa fyrirlestrar þar sem vísað er til nauðsyn þess að komið sé á kennslu á háskólastigi í kvikmyndagerð.
[Gammablossar myndast í hamfarakenndum ævilokum massa – mikilla sólstjarna. Þeir geta orðið gríðarlega bjartir og sjást langt að].
Fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði