1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Gammablossar 5. nóvembe

Gammablossar 5. nóvembe

by | 1. Dec, 2008 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

4.11.2008

 5. nóvember flytur Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, fyrirlesturinn “Líf eða ævisaga? Á slóðum Ragnars í Smára. Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12.05. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Dr. Jón Karl Helgason er lektor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Meðal fyrri bóka hans eru Hetjan og höfundurinn (1998), Höfundar Njálu (2001) og Ferðalok: Skýrsla handa akademíu (2003). Jón var fyrsti framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og vann þar einnig að rannsóknum sínum um tíma.
 
Yfirlit fyrirlestrarins:
 
Jón Karl Helgason vinnur nú að bók um Ragnar Jónsson (1904-1984), sem oftast er kenndur við smjörlíkisgerðina Smára. Auk þess að vera umsvifamikill iðnrekandi var Ragnar virkur þátttakandi í íslensku menningarlífi um áratuga skeið, meðal annars sem forleggjari bókaútgáfunnar Helgafells, formaður Tónlistarfélagsins í Reykjavík og stórtækur málverkakaupandi. Í fyrirlestrinum ræðir Jón Karl um þetta viðamikla verkefni og þær aðferðir sem hann beitir.