PLÁSS FYRIR ALLA?
Fyrsta málþing vetrarins í málþingsröð ReykjavíkurAkademíunnar, Hugmyndir 21. aldarinnar, verður haldið laugardaginn 16. september næstkomandi í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, kl. 11:00-14:00. Að þessu sinni er viðfangsefnið staða kvenna og rými þeirra til virkrar þátttöku í atvinnulífi, stjórnmálum og samfélagslegri umræðu. Á stokk stíga þrjár konur sem hafa lokið doktorsprófi á síðustu fimm árum, dr. Sigrún María Kristinsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur; dr. Ásrún Matthíasdóttir, menntunarfræðingur, og dr. Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Umræðum stjórnar dr. Íris Ellenberger, sagnfræðingur.
Framsöguerindi:
Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur.
,,Snertu steininn.” Aðferðir til að auka þátttöku kvenna í lausnamiðuðum heimskaffihúsum sem ætlað var að auka mataröryggi, sjálfbærni og félagslegt jafnrétti í fátæku héraði á Indlandi.
Dr. Ásrún Matthíasdóttir, menntunarfræðingur.
Hvar eru stelpurnar í tækninni? Hvers vegna fara stelpur síður í raungreinar (s.s. tölvunarfræði) og hvað getum við gert til að auka aðsókn þeirra?
Dr. Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur.
,,Hið óljúfa dómarasæti.” Hvaða raddir eiga erindi á vettvangi menningargagnrýninnar?
Umræðustjóri málþingsins er dr. Íris Ellenberger, sagnfræðingur.
Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram hér
Léttar veitingar í boði.
Fundarsalur ReykjavíkurAkademíunnar er í Bókasafni Dagsbrúnar, 4. hæð.
{os-gal-3}