HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR
VALD ÁSTRÍÐNA
ÁSTRÍÐUR VALDS
FRÆÐI / STÝRING – ÞEKKINGARGRUNNUR SAMTÍMANS
Upptökur af málþingi ReykjavíkurAkademíunnar sem haldið var
laugardaginn 5. apríl kl. 11:00 – 15:00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar
í JL-húsinu Hringbraut 121
Smellið á nöfn fyrirlesara til að nálgast upptökur af fyrirlestrum og
“Umræður” til að nálgast upptökur af umræðum.
Guðrún Ingólfsdóttir: Ástríðufull fílólógía. Guðrún er doktor í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hún er sjálfstætt starfandi fræðimaður með aðstöðu á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Benedikt Hjartarson: „Og hvaða erindi á þetta svo við okkar samtíma?“ Um nektarmenningu, dulspeki, esperanto, framúrstefnu, fasisma, alpaklifur og rafmagnsguðfræði. Benedikt er með doktorspróf frá hugvísindasviði Rijksuniversiteit í Groningen og er lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Lára Magnúsardóttir: Ástríðustjórnun – um rannsókn á opinberu valdi og einkalífi . Lára er er akademískur sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og forstöðumaður þeirrar stofnunar.
Björn Þorsteinsson: Brennið þið vitar. Tittlingaspælingar á tuttugustu og fyrstu öld. Björn er doktor í heimspeki frá Université Paris 8. Hann starfar við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.
Umræðustjóri var dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir