Starfar þú sjálfstætt á vettvangi menningar-, hug- og félagsvísinda og ert í leit að skrifstofuhúsnæði á hagstæðu verði og góðum félagsskap?
Ef svo er, gæti ReykjavíkurAkademían verið svarið fyrir þig.
ReykjavíkurAkademían ses (RA ses) er sjálfseignarstofnun og er lifandi vettvangur þeirra sem starfa í menningar-, hug- og félagsvísindum á Íslandi. Stofnunin er í senn vinnustaður og vettvangur umræðu og viðburða á sviði menningar- og fræða. Skrifstofuhúsnæði RA er hentugt, hagstætt og er ætlað félagsmönnum RA.
Með því að greiða félagsgjöld (2.700kr á ári) og styrkja félagið fá félagar:
- Aðild að Forum, póstlista ReykjavíkurAkademíunnar, þar sem viðburðir á vegum akademíunnar eru auglýstir.
- Kost á að vera með eigin upplýsingasvæði á félagaskrá heimasíðu akademíunnar.
- Akademíunetfang gegn vægu gjaldi.
- Kost á að leigja skrifstofu, gegn sanngjörnu gjaldi.
- Kost á að leigja sal ReykjavíkurAkademíunnar, gegn sanngjörnu gjaldi.
- Kosningarétt á aðalfundi.
Smelltu hér til að gerast félagi í ReykjavíkurAkademíunni
Smelltu hér til að sækja um skrifstofu hjá ReykjavíkurAkademíunni
Ath. gerast þarf félagi í ReykjavíkurAkademíunni til þess að geta sótt um skrifstofu
Senda fyrirspurn á [email protected]