Ný og glæsileg heimasíða Öndvegisverkefnisins Reclaiming the Northern Past. The Shaping of National and Transnational Identities through Old Norse Literature 1750-1900 (RNP) var opnuð á dögunum. Á síðunni, sem er hægt að skoða með því að smella hér, er að finna urmul af áhugaverðu efni sem tengist rannsóknarverkefninu. Þar á meðal yfirlit yfir markmið RNP, upplýsingar um vísinda- og fræðafólkið og þau fjölmörgu og áhugaverðu rannsóknarefni sem þau vinna að í nafni RNP og endurheimtar á fortíð norðurslóða. Á vefsíðunni má einnig finna upplýsingar um útgáfur og samstarfsaðila verkefnisins.
RNP er alþjóðlegt rannsóknaverkefni og hýst við ReykjavíkurAkademíuna. Vísinda- og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum kemur að verkefninu. Þessi þverfræðilega nálgun varpar ljósi á viðtökur fornbókmennta á árunum 1750 til 1900 og þann sess sem þær skipuðu í ímyndarsköpun norrænna þjóða. Verkefnið rennir stoðum undir þá tilgátu að margbreytileiki þessara ímynda og hugmynda þjóða um sjálf sig hafi hingað til verið vanmetinn.
Nýja heimasíðan einfladar aðgengi að efni og rannsóknum RNP verkefnisins auk þess sem hún opnar dyr þar sem samfélagið og fræðafólk getur fylgst með framvindu þess. Við hvetjum öll til kynna sér allt það spennandi og áhugaverða efni sem þar er að finna á www.rnp.akademia.is