Á 25 ára afmælisári ReykjavíkurAkademíunnar beinist athygli okkar að heimildum um sögu ReykjavíkurAkademíunnar. Við leitum að frásögnum, upplýsingum, myndum, skjölum og skýrslum sem varpa ljósi á starfsemi stofnunarinnar, undirstofnana, iðju demónanna, félaganna, stofnanna og fyrirtækjanna sem þar hafa starfað.
Endilega aðstoðaðu okkur við að fylla upp í eyður sögunnar! Til að hita upp getur verið góð hugmynd að byrja á að skoða hvað má bæta (við) Refil ReykjavíkurAkademíunnar sem var frumsýndur á afmælismálþinginu „Dútlað við þjóðarsálina” sem haldið var í Safnhúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 7. maí síðast liðinn.
Hugmyndin er að varðveita heimildirnar í skjalasafni RA en einnig að skrifa upp úr þeim fréttir á heimasíðuna um allar rannsóknir og viðburði í líkingu við þessa frétt af stofnfundinum 7. maí 1997. Þá verður unnin eins konar ferilskrá ReykjavíkurAkademíunnar þar sem saman munu koma í tímaröð upplýsingar um iðju og afurðir demóna sem hafa starfað í ReykjavíkurAkademíunni um lengri eða skemmri tíma. Þegar fram lýða stundir verða heimildirnar vonandi nýttar til þess að skrifa sögu ReykjavíkurAkademíunnar þar sem bók Árna Daníels Júlíussonar Fræðimenn í flæðarmáli sleppir eða …?